Sprettþraut 3SH
Sunnudaginn 4. júní verður keppt í sprettþraut sem fram fer frá Ásvallalaug í Hafnarfirði. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd, sem þýðir að keppendur synda 750 m., hjóla 20 km. og hlaupa 5 km.
Keppt verður í sex aldursflokkum karla og kvenna, og er aldursskiptingin eftirfarandi:
16-19 ára
20-23 ára
24-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60 ára og eldri
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir efstu sætin í karla- og kvennaflokki, og verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna.
Einnig verða vegleg útdráttarverðlaun í boði fyrir þátttakendur.
Synt er 750m í Ásvallarlaug. Laugin er 50m löng.
Keppnisgjald er 5000 kr.
Keppnin er hluti af stigakeppni Þríþrautarsambands ÍSÍ og keppt er eftir reglum sambandsins (sjá hér).
Allir keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum á vegum 3SH.
ATH: Skráningu lýkur fimmtudaginn 25. maí 2023 kl. 23:59 og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.
Afhending keppnisgagna fer fram í versluninni Útilíf í Skeifunni á föstudegi frá kl.16:00 til 18:00 og á laugardegi frá kl. 10:00 til 16:00. (Hægt verður að nálgast keppnisgögn frá kl. 7:15 til 7:40 á keppnisdegi) Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega til að koma sér fyrir á skiptisvæði og kynna sér svæðið.
ATH: Fyrir þá keppendur sem vilja þá verðum við með brautaskoðun degi fyrir keppni þann laugardaginn 27. maí kl.12:00 upp í Ásvallalaug. Fylgjum við þá keppendum gegnum hjóla- og hlaupaleggi.
ATH keppendur fá afhentar sundhettur við sundlaugarbakkan í mismunandi litum til að auðvelda talningafólkinu okkar til að telja ferðirnar hjá keppendum.
Minnum einnig keppendur á að koma með númerabelti.
Skiptisvæðið opnar kl. 7:15 og hefst þá einnig skoðun á hjálmi og hjóli. Frjálst val á hjólarekka, nema fyrstu 3 í stigakeppni ÞRI hafa frátekinn rekka.
Skiptisvæði lokar kl. 8:05
Keppendafundur með keppnisstjórn er kl. 8:10 í anddyri Ásvallalaugar. Ætlast er til að allir keppendur mætti á fundinn.
Sundlaugin opnar kl. 8:20
Verðlaunaafhending fer fram inni í anddyri Ásvallarlaugar kl. 11:00
Styrktaraðilar sprettþrautarinnar
Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd.
Sund 750 m
Hjól 20 km
Hlaup 5 km
Keppt er í sex aldursflokkum karla og kvenna, og er aldursskiptingin eftirfarandi:
16-19 ára
20-23 ára
24-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60 ára og eldri
07:15: Skiptisvæðið opnar.
07:15: Afhending keppnisgagna í anddyri Ásvallalaugar.
08:05: Skiptisvæði lokar.
08:10: Keppendafundur með keppnisstjórn.
08:20: Sundlaugin opnar.
09:00: Keppni ræst.