6 vikna byrjendanámskeið 3SH

Hvernig væri að stíga út fyrir þægindarrammann og byrja að æfa þríþraut 2023?

Þann 11. janúar 2023 verður 3SH með kynningarfund á 6 vikna byrjendanámskeið þar sem fólk á öllum getustigum er velkomið!

Staðsetning: 2 hæð í Ásvallalaug kl.20:00

3SH er eitt af sex þríþrautarfélögum á landinu með frábæra þjálfara sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum.

Þrjár æfingar á viku með þjálfara:

 • Hjólaæfing: Þriðjudögum kl.18:00 í World Class Tjarnarvöllum*
 • Hlaupaæfing: Miðvikudögum kl.19:10 í Kaplakrika
 • Sundæfing: Föstudögum kl.6:00 í Ásvallalaug

Verð: 12.900 kr.

Innifalið: Aðgangur að sundlaug á æfingum og þjálfari á öllum æfingum. Farið yfir grundvallaratriði í þríþraut. Allar æfingar eru inni. 

Hjá 3SH æfir fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn af íþróttum og hreyfingu, allt frá byrjendum til Íslandsmeistara.

Hvaða drauma og markmið hefur þú?

 • Sprettþraut
 • Hálf ólympísk þraut
 • Ólympísk Þraut
 • Hálfur Járnkarl
 • Járnkarl
 • Kia Gullhringurinn
 • Heilt eða hálft maraþon
 • Hlaupa Laugaveginn
 • Læra að synda
 • Eða bara komast í form lífs þíns

3SH er þá rétti staðurinn fyrir þig til að ná markmiðum þínum í frábærum félagsskap sem mun hvetja þig áfram.

*Hjólaæfingar eru í World Class Tjarnarvöllum og greiðir fólk sérstaklega fyrir aðgang að World Class

 

Bjarki ráðinn yfirþjálfari 3SH

Það gleður okkur að tilkynna að Bjarki Freyr Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari 3SH.
Bjarki hefur verið viðloðandi félagið frá upphafi þrátt fyrir ungan aldur en er nýfluttur heim aftur eftir dvöl erlendis. Hann hefur aðeins fengist við þjálfun, bæði hjá 3SH og einnig einstaklingsþjálfun.

Þið kannist eflaust flest við þennan dagfarsprúða unga mann sem við bjóðum velkominn heim aftur.

Staðreyndir:

Aldur: 28 ára (‘94)
Heill Ironman: 2 (9:41 pb)
Hálfur Ironman: 7 (4:20 pb)

Bjarki Freyr Rúnarsson, yfirþjálfari 3SH.