BRIKKMÓT 3SH

Stutt og skemmtilegt mót

Á þriðja þriðjudegi mánaðar
17.maí, 21.júní, 19.júlí & 23.ágúst

Brikkmótin eru tilvalin til að æfa skiptingar milli hjóls og hlaups og fyrir þau sem langar að prófa þríþraut en leggja ekki í sundið.

Mótin hefjast á slaginu 19:00 og gott er að mæta tímanlega til að skrá sig og hita upp. Skiptisvæðið er á vigtarplaninu og þar verður skrifstofa mótstjórnar í hvítum Izuzu-jeppa. Þátttökugjald er 500 krónur í reiðufé.

  • Fyrst er hlaupð 3 km pulsa í átt að Hvaleyrarvatni, snúið á keilu og til baka.  (3 km)
  • Hjólað er upp Krísuvíkurveg og snúið á keilu. (14 km)
  • Hlaupapulsan endurtekin. (3 km)

Fyrsti karl og fyrsta kona fá úttektarmiða frá Brikk, brauð & eldhús sem er bakhjarl mótanna. Átta aðrir keppendur verða dregnir út af handahófi og fá úttekt.

 

Brikkmót 3SH
Share This