Það gleður okkur að tilkynna að Bjarki Freyr Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari 3SH.
Bjarki hefur verið viðloðandi félagið frá upphafi þrátt fyrir ungan aldur en er nýfluttur heim aftur eftir dvöl erlendis. Hann hefur aðeins fengist við þjálfun, bæði hjá 3SH og einnig einstaklingsþjálfun.
Þið kannist eflaust flest við þennan dagfarsprúða unga mann sem við bjóðum velkominn heim aftur.
Staðreyndir:
Aldur: 28 ára (‘94)
Heill Ironman: 2 (9:41 pb)
Hálfur Ironman: 7 (4:20 pb)