Hvernig væri að stíga út fyrir þægindarrammann og byrja að æfa þríþraut 2023?
Þann 11. janúar 2023 verður 3SH með kynningarfund á 6 vikna byrjendanámskeið þar sem fólk á öllum getustigum er velkomið!
Staðsetning: 2 hæð í Ásvallalaug kl.20:00
3SH er eitt af sex þríþrautarfélögum á landinu með frábæra þjálfara sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum.
Þrjár æfingar á viku með þjálfara:
- Hjólaæfing: Þriðjudögum kl.18:00 í World Class Tjarnarvöllum*
- Hlaupaæfing: Miðvikudögum kl.19:10 í Kaplakrika
- Sundæfing: Föstudögum kl.6:00 í Ásvallalaug
Verð: 12.900 kr.
Innifalið: Aðgangur að sundlaug á æfingum og þjálfari á öllum æfingum. Farið yfir grundvallaratriði í þríþraut. Allar æfingar eru inni.
Hjá 3SH æfir fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn af íþróttum og hreyfingu, allt frá byrjendum til Íslandsmeistara.
Hvaða drauma og markmið hefur þú?
- Sprettþraut
- Hálf ólympísk þraut
- Ólympísk Þraut
- Hálfur Járnkarl
- Járnkarl
- Kia Gullhringurinn
- Heilt eða hálft maraþon
- Hlaupa Laugaveginn
- Læra að synda
- Eða bara komast í form lífs þíns
3SH er þá rétti staðurinn fyrir þig til að ná markmiðum þínum í frábærum félagsskap sem mun hvetja þig áfram.
*Hjólaæfingar eru í World Class Tjarnarvöllum og greiðir fólk sérstaklega fyrir aðgang að World Class