Þríþrautadagurinn 2016 13 mars, 2016

Nú í ár býður 3SH til sannkallaðrar þríþrautarveislu, því boðið er upp á þrjár vegalengdir sama daginn: hálfan járnmann, ólympíska vegalengd og sprettþraut.
Keppt verður í fjórum aldursflokkum karla og kvenna, og er aldursskiptingin eftirfarandi:
16-29 ára
30-39 ára
40-49 ára
50 ára og eldri
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki, og fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna.
Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að sameina aldursflokka séu færri en 4 keppendur í flokk.
Skráning
Skráning verður opin til þriðjudagsins 28. júní.Skráningu lokið
Einstaklingsverð / Liðaverð
Keppt er eftir reglum þríþrautanefndar ÍSÍ. Allir keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum á vegum 3SH.
Afhending keppnisgagna fer fram í versluninni Eins og fætur toga í Firði Hafnarfirði kl 13:00 til 18:00 Föstudag 1.júlí og Laugardag 2. Júlí frá kl 11:00 til 16:00..
Brautarskoðun er í boði kl. 15:00 laugardaginn 2. júlí 2015 frá Ásvallalaug.
Keppnisleiðir
- Synt er í Ásvallalaug.
- Skiptisvæði 1 (T1) er fyrir utan Ásvallalaug.
- Hjólað er á Krísuvíkurvegi, mislangt eftir keppnisvegalengd.
- Skiptisvæði 2 (T2) er í efri bílastæðaboga við Hafnarfjarðarkirkju.
- Hlaupaleið er á stíg meðfram sjónum og um Hafnarfjarðarhöfnina.
- Mark er á stígnum til móts við Fjörukrána.
- Sjá nánar á myndum, hægt er að hægrismella og velja að opna í nýjum flipa til að fá myndina stóra.
- Ræst er í Hálfan Járnmann fyrst kl 08:00 og svo hinar keppnirnar á eftir.
Kort af hjóla og hlaupaleiðum
Frá skiptisvæði út á Krýsuvíkurveg
Hvít lína

Fram og til baka á Krýsuvíkurveg
Blá lína

Hjólaleið frá sundlaug niður í bæ
Hvít lína

Ný hlaupaleið við miðbæinn
Rauð lína
