Þríþraut er íþrótt sem krefst úthalds og samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupum. Eflaust hugsa margir þegar þeir heyra orðið þríþraut, um brjálæðinga sem synda 3,8 kílómetra og hjóla síðan 180 kílómetra og enda síðan þrautina á að hlaupa 42 kílómetra. Þetta er lengsta vegalengdin af mörgum sem nefnist heill járnmaður (Ironman) og hefur fengið hvað mesta athygli í fjölmiðlum. En auðvitað eru til aðrar vegalengdir sem keppt er í.

Helstu vegalengdir í þríþraut:
sund / hjól / hlaup
Sprettþraut: 400 m sund / 10-12 km hjól/ 2-3 km hlaup. (e. super-sprint)
Hálf Ólympísk: 750m / 20 km. / 5 km. (e. sprint)
Ólympísk vegalengd: 1,5 km. / 40 km. / 10 km. (e. olympic distance)
Hálfur Járnmaður: 1,9 km. / 90 km. / 21,1 km. (e. half ironman)
Járnmaður: 3,8 km. / 180 km. / 42.2 km. (e. ironman)

Frá byrjun sjöunda ártugarins hefur þríþrautin vaxið í vinsældum og endurspeglar íþróttin fjölbreytileika, heilbrigða hreyfingu og heldur öllum ungum í anda. Og það besta við íþróttina að það geta allir stundað hana á hvaða aldri sem er.

Þríþrautin þróaðist úr tískufyrirbrigði í viðurkennda íþrótt þegar hún var tekinn inn á Ólympíuleikana í Syndey árið 2000. En þar var keppt í „Ólympískri vegalengd“ sem er sund 1,5 km, hjól 40 km og hlaup 10 km.

Uppruni

En hverjum datt í hug að sameina þessar þrjár íþróttagreinar sem krefjast mikils úthalds í eina keppni?  Árið 1977 í „Waikiki“ sundfélaginu á eyjunni Oahu var John Collins og félagar að láta sér dreyma um að sameina mikilvægustu íþróttaviðburði eyjunnar í eina keppni. Íþróttaviðburðirnir voru eftirfarandi;

Margir hristu hausinn yfir þessum pælingum þeirra en þeir voru staðráðnir í því að láta reyna á þetta. Ári seinna stóð John Collins ásamt 10 vinum sínum sem voru flestir þaulþjálfaðir sjóliðar og einhverjum háskólanemum við rásmarkið á fyrstu IRONMAN HAWAII keppninni.

Árið 1979 voru síðan 15 þátttakendur mættir við rásmarkið en þá vann Tom Warren á rúmum 11 klukkutímum. Þrátt fyrir örfáa þátttakendur þá fékk keppnin ágætis umfjöllun í nokkrum bandarískum blöðum en þar var talað um „lunatic competition“. Árið 1980 í þriðju IRONMAN keppninni fjölgaði þátttakendum mikið og sjóvarpsstöðin ABC sýndi beint frá viðburðinum. Dave Scott kom sá og sigraði í þeirri keppni og bætti metið um tvo tíma. Síðan þá hefur íþróttin vaxið stöðugt í vinsældum og sér ekki fyrir endan á þeirri uppsveiflu.