Barnaþríþraut 3SH 2017

Krakkatvíþraut 2017

Samhliða WOW þríþrautinni sunnudaginn 28. maí mun 3SH halda krakkatvíþraut þar sem synt verður í Ásvallalaug og hlaupið á stígum í kringum sundlaugina. Skráning fer fram í anddyri Ásvallalaugar frá kl 10-11:15 sama dag (ekki 9:15-10:15 eins og áður kom fram).

Undir 7 ára:
16m sund í grunnlaug og 300m hlaup (1 hringur)

7-9 ára:
33m sund í grunnlaug og 600m hlaup (2 hringir)

10-12 ára:
50m sund í djúpalaug og 900m hlaup (3 hringur)

13-15 ára:

100m sund í djúpalaug og 1,2km hlaup (4 hringir)

Allir fá verðlaunapening og glaðning

Fylgist líka með á Facebook viðburðinum eftir því sem nær dregur.