Félagið

3SH er deild innan Sundfélags Hafnarfjarðar sem leggur stund á sund, hjólreiðar og hlaup. Deildin var stofnuð formlega 16. september 2010 og var stefnan sett á að hámarka árangur, lífsgæði og vellíðan félagsmanna. Tilgangur 3SH er bjóða félagsmönnum bestu mögulegu forsendur til að þróa hæfileika sína í þríþraut.

Meira um 3SH

Æfingar

Það er boðið upp á 7-8 æfingar í viku: sjá undir flipanum Æfingar fyrir nákvæmara plan. Hver og einn getur mætt á þær æfingar sem henta honum best.

Sund

Sund er þrisvar í viku: á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. 
Þjalfari er Mladen Tepavcevic.
Skipt er niður á brautir eftir getu, þannig að allir eru að synda jafnlengi en mismunandi langt.
Byrjendur fá sérstaka tilsögn frá þjálfara til að læra réttu tæknina.

Hjólreiðar

Hjólaæfingar eru þrisvar í viku: þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.
Á veturna eru hjólaæfingar inni í World Class Tjarnavöllum. Til þess að mæta á þær æfingar þarf að hafa kort í World Class, sem er ekki innifalið í æfingagjöldum 3SH.
Þjalfararar eru Páll Ólafsson og Sveinn Símonarson

Hlaup

Hlaupaæfingar eru tvisvar í viku á miðvikudögum og laugardögum
Þjalfari er Gylfi Örn Gylfason

Allir velkomnir!

3SH er á Facebook

Fylgist með okkur á fésbókinni